Boeing tapar 50 milljörðum á þremur mánuðum

Dave Calhoun, forstjóri Boeing. Í síðasta mánuði var tilkynnt að …
Dave Calhoun, forstjóri Boeing. Í síðasta mánuði var tilkynnt að Calhoun myndi stíga til hliðar sem forstjóri fyrir lok árs. AFP/Jim Watson

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing tapaði 343 milljónum Bandaríkjadala, eða tæplega 50 milljörðum króna, á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er þó minna tap en félagið skilaði á sama tíma í fyrra þegar það tapaði 414 milljónum dala.

Uppgjörið litast af öryggisvandræðum sem hafa plagað fyrirtækið á undanförnum misserum og árum, en þau hafa tafið framleiðslu og afhendingu á flugvélum félagsins.

Boeing segist hafa hægt á framleiðsluferli á Boeing 737 þotum eftir atvik í vél Alaska Airlines í janúar, en litlu mátti muna að þá hefði orðið stórslys þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi með þeim afleiðingum að ýmsir munir um borð í vélinni soguðust út. Ekkert manntjón varð þó þar sem fólk var með sætisólar spenntar og hélst í sætum sínum.

Rekstur Boeing hefur verið í járnum undanfarin ár eftir ítrekuð …
Rekstur Boeing hefur verið í járnum undanfarin ár eftir ítrekuð vandamál sem tengjast vélum félagsins. AFP/Kevin Dietsch

Tekjur félagsins á fyrsta ársfjórðungi námu 16,6 milljörðum dala, eða um 2.400 milljörðum króna. Er það samdráttur um 7,5% milli ára.

Sá hluti Boeing sem framleiðir farþegaflugvélar olli talsverðu tapi í uppgjörinu og var meðal annars vísað til umhugsunar viðskiptavina félagsins þegar kemur að kaupum á nýjum vélum í kjölfarið á því að Boeing 737 MAX 9 vélar félagsins voru kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys.

Varnarmáladeild fyrirtækisins skilaði hins vegar rekstrarhagnaði.

Haft er eftir Dave Calhoun, forstjóra félagsins, að uppgjörið sýni fram á aðgerðir sem félagið hafi ráðist í til að hægja á framleiðslunni til að bæta gæði í framleiðslu. Segir hann að þessi aukni framleiðslutími muni styrkja félagið til lengri tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK