Tólf mánaða verðbólga mælist nú 6% og lækkar því um 0,8 prósentustig frá síðasta mánuði þegar hún mældist 6,8%.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 505,9 stig og hækkar um 0,30% frá mars síðastliðnum.
„Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,7% (áhrif á vísitöluna 0,32%) og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 11,3% (0,20%),” segir í tilkynningu frá Hagstofunni.
Íslandsbankinn og Landsbankinn höfðu báðir spáð því að verðbólgan myndi lækka niður í 6,1%.