Jens Sandholt segir áformað að taka nýtt Hilton-hótel í Bríetartúni í notkun sumarið 2026.
Jens keypti lóðina, Bríetartún 5, af Frímúrarareglunni í gegnum félag sitt Eignalausnir. Á lóðinni er nú bílastæði sem meðal annars reglubræður hafa notað þegar þeir sækja samkomur.
Jens segir skipulagið í vinnslu og að stefnt sé að því að hefja framkvæmdir fyrir áramót. Félagið Bohemian hotels ehf. hefur verið stofnað utan um rekstur hótelsins. Jens á helminginn í því félagi, í gegnum móðurfélagið Luxor, en Magnea Þórey Hjálmarsdóttir og Þorsteinn Örn Guðmundsson eiga hvort um sig fjórðungshlut í gegnum félag sitt, Concordia ehf.
Bohemian hotels hefur jafnframt gert sérleyfissamning við Hilton-keðjuna vegna 70 herbergja hótels á Akureyri. Hótelið á Akureyri mun heita Skáld hótel og verða rekið undir merkjum Curio Collection-keðjunnar hjá Hilton. Félag í eigu Jens mun byggja og eiga hótelið á Akureyri. Jens breytti á sínum tíma stórhýsi við Mýrargötu í Marina-hótelið sem er eitt af Icelandair-hótelunum. Magnea Þórey er þekkt úr hótelgeiranum en hún var framkvæmdastjóri Icelandair-hótelanna.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.