Íslendingar duglegir að færa sig milli fjármálafyrirtækja

Neytendur eru duglegir að færa sig á milli fjármálafyrirtækja.
Neytendur eru duglegir að færa sig á milli fjármálafyrirtækja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í samanburði við neytendur í öðrum löndum Evrópu er mun algengara að Íslendingar færi sig á milli þjónustuveitenda í fjármálageiranum.

Í nýlegri könnun Gallup fyrir SFF var skoðað hve hátt hlutfall landsmanna hefur skipt um þjónustuaðila húsnæðislána, greiðslukorta og sparnaðarreikninga á undanförnum fimm árum og í öllum tilvikum var hlutfallið langhæst á Íslandi.

Skýringin er m.a. sú að þröskuldar voru lækkaðir með því að breyta reglum um stimpilgjöld vegna skuldbreytingar.

Einnig hafa tækniframfarir gert það að verkum að með rafrænum skilríkjum má stofna til viðskipta við fjármálafyrirtæki með nokkrum músarsmellum. Þá hafa komið til sögunnar vefsíður sem bjóða upp á skýran samanburð á þeim viðskiptakjörum sem eru í boði.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK