Hefja sölu á íbúðum á Orkureitnum

Orkureiturinn þegar hann verður fullbyggður.
Orkureiturinn þegar hann verður fullbyggður. Teikning/Safír

Verktakafyrirtækið Safír hóf í dag almenna sölu á samtals 68 íbúðum sem eru hluti af fyrsta áfanga af fjórum á Orkureitnum svokallaða á milli Suðurlandsbrautar og Ármúla. Þegar hafa 25 íbúðir verið seldar í forsölu. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði allar afhendar samtímis í haust, en þær eru á bilinu 38 til 166 fermetrar.

Á lóðinni verða byggð íbúðarhús í fjórum áföngum. Það er A áfangi sem fer núna í sölu. Áfangar B, C og D eru einnig í uppbyggingu og fara í sölu síðar. Í tilkynningu frá Safír kemur fram að allri uppbyggingu á svæðinu verði lokið í lok árs 2027, um þremur árum eftir að íbúðir í fyrsta áfanga verða afhentar.

Auk íbúðarhúsanna, sem telja í heildina 436 íbúðir er gert ráð fyrir 4.000 m2 atvinnuhúsnæði í Orkuhúsinu og á jarðhæð nýju húsanna, en þar er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa og rekstur á borð við veitingahús og kaffihús. Þá verður stórt bílastæðahús tengt byggingunum neðanjarðar.

Unnið er með Rut Káradóttir innanhússarkitekt að hönnun innan í íbúðunum og þá er gert ráð fyrir að allar íbúðir verði Svansvottaðar.

Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðir verði afhendar í …
Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðir verði afhendar í haust á þessu ári. Teikning/Safír
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK