Tekjur Controlant jukust um 52 milljónir dala

Tekjur tæknifyrirtæksins Controlant jukust umtalsvert á milli ára.
Tekjur tæknifyrirtæksins Controlant jukust umtalsvert á milli ára. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ársreikningur tæknifyrirtækisins Controlant fyrir árið 2023 var lagður fram á aðalfundi félagsins í dag.

Þar kemur fram að tekjur fyrirtækisins jukust á milli ára úr 133 milljónum dala árið 2022 í 185 milljónir dala á síðasta ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu Controlant en þar segir að á aðalfundinum hafi Guðmundur Árnason fjármálastjóri kynnt helstu rekstrarniðurstöður sem sýna að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir hafi numið 105 milljónum dala á síðasta ári, sem er umtalsverð aukning frá árinu á undan þegar hagnaðurinn nam 66 milljónum dala.

Tekjur af kjarnastarfsemi sem eru tekjur ótengdar Covid-19 jukust um 79% á milli ára, úr 9 milljónum dala árið í 16 milljónir dala árið 2023.

Tryggt sér fjármögnun til styðja við vöruþróun

Segir einnig að Controlant hafi tryggt sér 80 milljóna dala fjármögnun á síðasta ári til með það fyrir augum að styðja við vöruþróun og markaðssókn fyrirtækisins.

Á sama tíma varð samdráttur í eftirspurn eftir Covid-19-bóluefni, sem varð þess valdandi að félagið greip til aðgerða til þess að auka hagkvæmni í rekstri sínum. Aðgerðirnar fólu m.a. í sér fækkun starfsfólks og almennar sparnaðaraðgerðir í rekstri.

Allir núverandi stjórnarmenn voru endurkjörnir ásamt varamönnum. Eftir fundinn sitja eftirfarandi í stjórn félagsins: Søren Skou stjórnarformaður, Ásthildur Otharsdóttir, varastjórnarformaður, Kristín Friðgeirsdóttir, Trausti Þórmundsson og Steve Van Kuiken ásamt varastjórnarmönnunum Magnúsi Magnússyni og Svanhvíti Gunnarsdóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK