Gunnar Atli nýr aðjúnkt við HÍ

Gunnar Atli Gunnarsson, lögmaður hjá Landslögum.
Gunnar Atli Gunnarsson, lögmaður hjá Landslögum. Iris Dogg Einarsdottir

Gunnar Atli Gunnarsson, lögmaður á Landslögum, hefur verið skipaður aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands. Hann mun sinna starfinu samhliða starfi sínu sem lögmaður á Landslögum, en hann hefur undanfarin ár sinnt kennslu við deildina auk þess sem hann hefur verið leiðbeinandi við ritun BA-ritgerða á sviði samningaréttar og við ritun meistararitgerða.

Gunnar Atli lauk BA-gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2013 og meistaraprófi í lögum frá sama skóla árið 2015. Hann öðlaðist réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi 2017 og útskrifaðist með LL.M.-gráðu frá University of California, Berkeley, í desember 2021 með sérhæfingu í viðskiptarétti.

Gunnar Atli starfaði áður sem lögmaður á Landslögum lögmannsstofu þar til hann hóf störf sem aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, frá 2018 til október 2021. Þá var hann ráðinn sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands og sinnti því starfi fram í mars 2023 þegar að hann snéri aftur til starfa á Landslögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK