Mörg tækifæri til vaxtar

Íslandshótel, stærsta hótelkeðja landsins, stefnir á skráningu á markað síðar í mánuðinum. Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, ræðir um skráninguna, starfsemi hótelsins, tækifærin í ferðaþjónustunni og fleira í þætti Dagmála sem sýndur er á mbl.is.
Skráning Íslandshótela hefur legið í loftinu undanfarin tvö ár.

Davíð Torfi segir að ástæðan fyrir því að ákveðið hafi verið að skrá fyrirtækið á þessum tímapunkti sé uppgangur ferðaþjónustunnar að undanförnu og að fyrirtækið sjái mörg tækifæri til vaxtar.

Fyrir utan flugfélögin verða Íslandshótel fyrsta ferðaþjónustufyrirtækið sem skráð hefur verið á markað í seinni tíð.

Breikkar úrvalið

Davíð Torfi segist vera sannfærður um að það muni koma til með að hafa góð áhrif á markaðinn og breikka úrvalið.

Hann rifjar auk þess upp þegar fyrsta hótel keðjunnar var opnað á Rauðarárstíg.

„Það var ævintýralega mikil þróun. Við byrjuðum á sínum tíma með eitt hótel með 30 herbergjum og rekum nú 18 með 2.000 herbergjum. Fengum lífeyrissjóðina inn árið 2015 og það var virkilega gott skref. Það var gert með því að auka hlutafé til að fjármagna þann vöxt sem fram undan var og það hefur gengið gríðarlega vel. Þetta er gott skref í þróun félagsins, við erum komin inn á markað og teljum þetta vera heilbrigt skref í þróun félagsins,“
segir Davíð Torfi.

Áskrifendur geta séð þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK