Úthlutaði 5,5 milljónum

Háskóli Íslands, Málmur og Tækniskólinn hlutu SI styrkina.
Háskóli Íslands, Málmur og Tækniskólinn hlutu SI styrkina. Ljósmynd/Samtök iðnaðarins

Framfarasjóður Samtaka iðnaðarins hefur veitt tveimur verkefnum styrki samtals að upphæð 5,5 milljónir króna.

Framfarasjóðnum bárust tíu umsóknir fyrir styrkinn að þessu sinni.

Námsbraut í kælitækni

Málmur og Tækniskólinn hlutu 3,5 milljóna króna styrk til að vinna að gerð námskrár þannig Tækniskólanum verði gert kleift að bjóða upp á námsbraut í kælitækni.

Þetta yrði í fyrsta sinn sem boðið yrði upp á nám í kælitækni á Íslandi, áður hefur fólk þurft að sækja námið erlendis.

Ráðstefna um rannsóknir á starfsmenntun

Háskóli Íslands hlýtur 2 milljóna króna styrk vegna NordYk, ráðstefna norrænna samtaka um rannsóknir á starfsmenntun.

Ráðstefnan fer fram í júní næstkomandi og markmið hennar er efling menntunar fyrir atvinnulífið með áherslu á iðn-, verk- og tækninám.

Ráðstefnan samanstendur af málstofum og erindum þar sem kynnt verða rannsóknar- og þróunarverkefni tengd starfsnámi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK