Framfarasjóður Samtaka iðnaðarins hefur veitt tveimur verkefnum styrki samtals að upphæð 5,5 milljónir króna.
Framfarasjóðnum bárust tíu umsóknir fyrir styrkinn að þessu sinni.
Málmur og Tækniskólinn hlutu 3,5 milljóna króna styrk til að vinna að gerð námskrár þannig Tækniskólanum verði gert kleift að bjóða upp á námsbraut í kælitækni.
Þetta yrði í fyrsta sinn sem boðið yrði upp á nám í kælitækni á Íslandi, áður hefur fólk þurft að sækja námið erlendis.
Háskóli Íslands hlýtur 2 milljóna króna styrk vegna NordYk, ráðstefna norrænna samtaka um rannsóknir á starfsmenntun.
Ráðstefnan fer fram í júní næstkomandi og markmið hennar er efling menntunar fyrir atvinnulífið með áherslu á iðn-, verk- og tækninám.
Ráðstefnan samanstendur af málstofum og erindum þar sem kynnt verða rannsóknar- og þróunarverkefni tengd starfsnámi.