Vilja stækka á erlendri grundu

Kristján Karl Aðalsteinsson segir að þjarkar fyrirtækisins sinni erfiðum störfum …
Kristján Karl Aðalsteinsson segir að þjarkar fyrirtækisins sinni erfiðum störfum sem fólk vill ekki vinna við. Arnþór Birkisson

„Íslensk laxeldis- og sjávarútvegsfyrirtæki eiga miklar þakkir skildar að reksturinn hjá tæknifyrirtæki eins og okkar gangi vel, þar sem þau hafa alltaf verið mjög viljug að taka þátt í vöruþróun á sjálfvirkum vélbúnaði með okkur.“

Þetta segir Kristján Karl Aðalsteinsson, sölu- og markaðstjóri og einn eigenda íslenska tæknifyrirtækisins Samey Robotics, í samtali við ViðskiptaMoggann. Fyrirtækið sér um að þróa, hanna og framleiða sjálfvirka róbóta eða iðnþjarka eins þeir eru iðulega kallaðir, fyrir ýmiss konar iðnað og þá helst matvælaiðnað bæði á Íslandi og erlendis.

Veltan þrefaldaðist

Aðspurður segir hann að frá því nýr eigendahópur tók við árið 2021 hafi velta fyrirtækisins þrefaldast. Að hans sögn nam veltan 1,9 milljörðum króna á síðasta ári sem er talsverð aukning frá árinu á undan, en þá velti fyrirtækið um 800 milljónum kr.

Aðspurður segir Kristján Karl að fyrirtækið sjái fyrir sér að stækka markaðssvæðið sitt enn frekar á erlendri grundu. Til að mynda hafi það nýlega sett upp tvö þjarkakerfi fyrir laxeldisfyrirtæki í Skotlandi og er sá markaður í örum vexti. 

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK