Landsvirkjun tekur fyrstu skref inn á skipulegan raforkumarkað

Landsvirkjun.
Landsvirkjun. Ljósmynd/Landsvirkjun

Landsvirkjun tekur þátt í söluferli fyrir langtímavörur, þ.e. grunnorku og mánaðarblokkir, sem Vonarskarð hefur auglýst í maí og í júní.

Kemur þetta fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. 

Fyrra söluferlið fyrir grunnorku var í dag og seldi Landsvirkjun rúmlega 90GWst af raforku fyrir um 700 milljónir kr. Söluferlið fyrir mánaðarblokkir verður á morgun. Eru þetta fyrstu skerf orkufyrirtækis þjóðarinnar inn á skipulegan raforkumarkað.

Í tilkynningunni segir að fyrirtækið hafi verið í sambandi við Elmu, dótturfélag Landsnets, um þátttöku á markaði fyrir skammtímavörur sem áformað er að taki til starfa í upphafi næsta árs.

Landsvirkjun mun greiða fasta þóknun, 1,5 millj., fyrir söluferlið í maí og verður þátttaka í skipulegum raforkumarkaði endurmetin þegar reynsla hefur fengist.

Í tilkynningu Landsvirkjunar er haft eftir Herði Arnarssyni forstjóra fyrirtækisins að stofnun skipulegs raforkumarkaðar hér á landi sé jákvætt skref og að það verði spennandi að fylgjast með þróun hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK