Loðin svör frá Póstinum

Íslandsbanki sóttist eftir og fékk bætur frá hinu opinbera vegna …
Íslandsbanki sóttist eftir og fékk bætur frá hinu opinbera vegna pakkaþjónustu í trássi við lög. mbl.is/Hari

Ísland­s­póst­ur (ÍSP) er ekki til­bú­inn til þess að svara því hvaða laga­heim­ild ligg­ur að baki því að fyr­ir­tækið sótt­ist eft­ir og fékk bæt­ur frá hinu op­in­bera vegna pakkaþjón­ustu í trássi við lög, enda voru viðskipta­leg­ar for­send­ur að baki þjón­ustu­veit­ing­unni og fjöldi sam­keppn­isaðila.

Sam­kvæmt lög­um á ÍSP rétt á fram­lagi frá hinu op­in­bera vegna þeirr­ar alþjón­ustu sem rík­is­fyr­ir­tæk­inu ber að veita, svo framar­lega sem sýnt er fram á að þjón­ust­an sé ósann­gjörn byrði og að viðskipta­leg­ar for­send­ur séu ekki fyr­ir veit­ingu þjón­ust­unn­ar. Það fel­ur í sér að fyr­ir­tæki myndi ekki sinna þjón­ust­unni án laga­skyldu.

Viðskipta­for­send­ur til staðar

Árið 2023 lagði ÍSP til við Byggðastofn­un – sem er eft­ir­litsaðili póstþjón­ustu á Íslandi – að pakkaþjón­usta inn­an­lands vegna pakka að 10 kg yrði felld úr alþjón­ustu­skyldu, enda hefði sam­keppni á þeim markaði auk­ist svo mjög að ekki væri leng­ur þörf á alþjón­ustu­veit­anda vegna henn­ar. Byggðastofn­un féllst á ósk ÍSP, sem hélt áfram að veita sömu þjón­ustu vegna pakka og áður.

At­hygli vek­ur þó að ÍSP virðist hafa sóst eft­ir og fengið greidd­ar bæt­ur vegna pakkaþjón­ustu allt þar til hún var felld úr alþjón­ust­unni. Ljóst má vera að viðskipta­leg­ar for­send­ur hafi verið til staðar vegna pakkaþjón­ust­unn­ar áður en ÍSP lagði fram beiðni sína og að fyr­ir­tækið hafi þannig þegið bæt­ur þrátt fyr­ir þær for­send­ur, í trássi við lög og með til­heyr­andi rösk­un á sam­keppn­ismarkaði.

Morg­un­blaðið óskaði eft­ir skýr­ing­um frá ÍSP á því hvers vegna fyr­ir­tækið sótt­ist eft­ir end­ur­gjaldi í ljósi þess að viðskipta­leg­ar for­send­ur hafi verið til staðar. Þór­hild­ur Ólöf Helga­dótt­ir for­stjóri ÍSP svaraði því til að fyr­ir­tækið hefði skilað inn um­sókn „í sam­ræmi við þær regl­ur sem eru í gildi“ og vísaði til ákvörðunar Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar, sem áður var eft­ir­litsaðili póstþjón­ustu, frá ár­inu 2020.

Blaðamaður spurði í kjöl­farið til hvaða reglna hún vísaði og ná­kvæm­ari upp­lýs­inga um til hvers hún vísaði í téðri ákvörðun, en ákvörðunin tel­ur 58 blaðsíður. Jafn­framt var bent á að lög­in væru al­veg skýr um að Ísland­s­póst­ur ætti ekki rétt á end­ur­gjaldi ef viðskipta­leg­ar for­send­ur væru til staðar – þær hefðu varla mynd­ast á einni nóttu þegar pakkaþjón­usta var felld úr alþjón­ust­unni.

Ekki feng­ust ná­kvæm­ari svör frá ÍSP, aðeins að blaðamaður gæti fundið svör við spurn­ing­um sín­um hjá viðeig­andi eft­ir­litsaðilum. Óljóst er hvernig Byggðastofn­un ætti að svara því til hvers ÍSP vísaði í fyrra svari.

Eng­in svör um fjár­hæðir bóta

Morg­un­blaðið spurði ÍSP jafn­framt hve hátt end­ur­gjald fyr­ir­tækið hefði þegið vegna pakkaþjón­ustu síðustu fimm árin sem það var veitt. Þór­hild­ur vísaði í svari sínu til ákv­arðana eft­ir­litsaðila, en upp­lýs­ing­arn­ar er ekki að finna þar. Blaðamaður benti á þetta og ít­rekaði ósk sína eft­ir upp­lýs­ing­un­um, og tók þar fram að ekki væri óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um heild­ar­kostnað, aðeins end­ur­gjald, sem varla væru viðkvæm­ar viðskipta­upp­lýs­ing­ar. Ekki feng­ust held­ur svör við þeirri fyr­ir­spurn.

Þess má geta að í viðauka við lög um póstþjón­ustu sem fjall­ar um end­ur­gjald vegna alþjón­ustu kem­ur fram að þar sem slík­ar bæt­ur feli í sér til­færslu fjár, skuli meðal ann­ars tryggja að þær séu gagn­sæj­ar. ÍSP hef­ur fengið millj­arða í fram­lög úr rík­is­sjóði frá ár­inu 2020, það má því ljóst vera að fjár­fram­lög sem fyr­ir­tækið átti ekki rétt á vegna pakkaþjón­ustu á virk­um markaðssvæðum telja í hundruðum millj­óna ef ekki meira.

Erfitt er að túlka svör for­stjóra ÍSP, eða öllu held­ur svar­leysi, öðru­vísi en að fyr­ir­tækið hafi brotið lög þegar fyr­ir­tækið sótt­ist eft­ir og þáði end­ur­gjald vegna pakkaþjón­ustu áður en þjón­ust­an var felld út úr alþjón­ustu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK