Telja nýju aðferðina við mælingu vera til bóta

Hagstofan mun í júní beita nýrri aðferð við að mæla reiknaða húsaleigu, svokallaða aðferð húsaleiguígilda. Aðferðin byggist á því að markaðsleiga er notuð til þess að meta kostnað við búsetu í eigin húsnæði. Enn er óljóst hvaða áhrif breytingin mun hafa á vísitölu neysluverðs.

Lilja Sólveig Kro, hagfræðingur í Arion greiningu, og Hjalti Óskarsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, eru gestir í þættinum Dagmálum sem sýndur er á mbl.is í dag. Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta horft á þátt­inn í heild sinni.

Þau segjast telja aðferðina vera til bóta. Hjalti segir að þó svo að núverandi aðferð sé ekki slæm þá sé hin aðferðin einfaldari og betur til þess fallin að bæta umræðu um vísitölu neysluverðs hvað varðar þennan lið.

Leiðir til meiri stöðugleika

„Ég tel að til lengri tíma litið leiði þessi aðferð til meiri stöðugleika og fyrirsjáanleika. Íbúðaverðshækkanir koma inn í leiguverð með ákveðinni töf þannig að auðveldara er að sjá fyrir hver þróunin verður. Markaðsaðilar gera þó ráð fyrir að þessi aðferð leiði til hækkana til skamms tíma þar sem íbúðaverð hefur hækkað mikið og það eigi eftir að koma inn í leiguverð,“ segir Hjalti og bætir við að hann telji aðferðina vera til góðs til lengri tíma.

Lilja tekur í sama streng og segir að báðar aðferðir hafi að sjálfsögðu sína kosti og galla.

„Það er nú orðið möguleiki að nota þessa aðferð en áður var talið að leigumarkaðurinn væri of lítill og þunnur. Nú hefur HMS aðgengi að leiguskrá sem inniheldur 22.000 samninga. Ég tel að þetta verði til þess að við sjáum ekki sömu sveiflur í verðbólgunni og vonandi koma verðbólguvæntingarnar niður til lengri tíma,“ segir Lilja.

Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta horft á þátt­inn í heild sinni hér fyrir neðan.

Lilja Kro og Hjalti Óskars, gestir í Dagmálum.
Lilja Kro og Hjalti Óskars, gestir í Dagmálum.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK