Tímamót hjá hótelkónginum

Ólafur Torfason.
Ólafur Torfason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þau tíma­mót eru að verða í ís­lenskri ferðaþjón­ustu að Ólaf­ur Torfa­son og fjöl­skylda munu senn ekki leng­ur eiga meiri­hluta í Íslands­hót­el­um, stærstu hót­elkeðju lands­ins, í kjöl­far hluta­fjárút­boðs sem lýk­ur í dag.

Þegar Ólaf­ur opnaði Hót­el Reykja­vík á Rauðar­ár­stíg árið 1992 komu hingað tæp­lega 143 þúsund er­lend­ir ferðamenn, sam­kvæmt Ferðamála­stofu. Það eru um sex­tán­falt færri ferðamenn en áætlað er að komi hingað til lands í ár. Síðan árið 1992 hafa Ólaf­ur og fjöl­skylda opnað 17 hót­el til viðbót­ar og má því segja að fyr­ir­tækið hafi vaxið í takt við aukið um­fang ferðaþjón­ust­unn­ar.

Byrjaði sem send­ill

Ólaf­ur var smá­strák­ur er hann hóf viðskipta­fer­il sinn sem send­ill í versl­un föður síns á Grund­ar­stíg í Reykja­vík á sjötta ára­tug síðustu ald­ar. Hann hóf að byggja versl­un­ar­miðstöðvar snemma á þrítugs­aldri og um fer­tugt byggði hann ásamt öðrum upp íbúðaþyrp­ingu og at­vinnu­hús­næði við Rauðar­ár­stíg. Ætl­un­in var að selja BSRB at­vinnu­hús­næðið en Ögmund­ur Jónas­son, þáver­andi formaður BSRB, hætti við.

Leið úr þröngri stöðu

Góð ráð voru dýr og eft­ir um­hugs­un ákvað Ólaf­ur að láta slag standa og opnaði sitt fyrsta hót­el.

„Ég er stolt­ur af því að hafa til­heyrt þess­ari at­vinnu­grein og ekki látið svart­sýn­istal brjóta mig niður í byrj­un,“ seg­ir Ólaf­ur.

Vegna þess­ara tíma­móta hjá Ólafi og fjöl­skyldu er rætt ít­ar­lega við hann í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK