Tilefni til bjartsýni

Hjalti Óskarsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum segir að þó ljóst sé að hátt vaxtastig verði til lengri tíma telji hann tilefni til bjartsýni.

„Þó það sé að hægja á hagkerfinu út frá flestum spám þá erum við ekki að spá samdrætti og horfur eru góðar næstu ár á eftir,“ segir Hjalti.

Lilja Sólveig Kro, hagfræðingur í Arion greiningu, og Hjalti Óskarsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, eru gestir í þættinum Dagmálum sem sýndur er á mbl.is. Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta horft á þátt­inn í heild sinni.

Áskorun að ná verðbólgunni niður

Lilja segir að helsta áskorun Seðlabankans sé að ná verðbólgunni niður til að hafa svigrúm til að lækka vexti. Það líti út fyrir að greinendur geri allir ráð fyrir að það takist án mikils kostnaðar fyrir hagkerfið.

„Sá kostnaður myndi felast í að vextir yrðu of háir of lengi með þeim afleiðingum að það hefði áhrif á vinnumarkaðinn og atvinnuleysið. Við gætum séð samdrátt. Við erum að veðja á að Seðlabankinn nái að dansa línudans þarna á milli. Það er að sjálfsögðu ekki gott að vera með hátt vaxtastig, það getur dregið úr nýsköpun og við getum farið á mis við tækifæri sem myndu auka framleiðslugetu í hagkerfinu til lengri tíma,“ segir Lilja.

Hjalti Óskarsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum.
Hjalti Óskarsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka