Eiturefni mældust í vörum frá Shein

Shein er ein stærsta netverslun með föt í heiminum.
Shein er ein stærsta netverslun með föt í heiminum. AFP

Mikið magn eiturefna fannst í rannsókn suðurkóreskra stjórnvalda á vörum frá kínverska netsölurisanum Shein.

AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni suðurkóreskra stjórnvalda að efnin hafi meðal annars mælst í barnaskóm, leðurtöskum og beltum, en yfirvöld segjast hafa fundið eiturefni í nær helmingi þeirra vara sem skoðaðar voru frá Shein.

Sérstaklega skaðleg ungum börnum

Eiturefnin, sem mældust voru svokölluð þalöt (e. phthalates), en það eru manngerð efni sem finnast víðs vegar og eru gjarnan notuð í vinnslu plastefna, en finnast einnig í snyrtivörum og leikföngum.

Styrkur efnanna mældist í sumum tilvikum 428 sinnum meiri en leyfilegt er, en þekkt er að efnin geti haft áhrif á hormónastarfsemi, dregið úr frjósemi og aukið líkur á hjartasjúkdómum. Þau eru einnig talin sérstaklega skaðleg ungum börnum.

Shein, hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og er nú orðin ein stærsta netverslun með föt í heiminum. Með auknum vinsældum verslunarinnar hafa viðskiptahættir og öryggisstaðlar fyrirtækisins legið undir ámælum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK