Alondra ráðin til markaðsmála hjá ICR

Alondra Silva Munoz hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri markaðsmála.
Alondra Silva Munoz hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri markaðsmála. Ljósmynd/International Carbon Registry

Alondra Silva Munoz hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri markaðsmála hjá International Carbon Registry. 

Alondra hefur reynslu sem markaðsstjóri í tæknigeiranum, með mikla reynslu frá hugbúnaðarfyrirtækjum eins og Kaptio og Beedle. Alondra er einnig formaður Women Tech Iceland.

Frá því hún flutti til Íslands árið 2016 hefur hún unnið með og veitt ráðgjöf fyrir fjölmargar alþjóðlegar frumkvæðisáætlanir á stjórnunar- og markaðsstjórnunarstigi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

„Það verða allir að taka þátt og leggja sitt af mörkum“

Alondra hefur einnig verið virk í að veita stuðning og leiðsögn sem ráðgjafi fyrir frumkvöðla í alþjóðlegum sjálfbærnisamfélögum. Hún er með B.A. gráðu í málvísindum frá Universidad de Santiago de Chile þar sem hún stundaði jafnframt meistaranám í sama fagi. Þá er hún með MSc gráðu í Ameríkufræðum frá Háskóla Íslands og er að klára MBA námi við Háskólann í Reykjavík.

„Við erum afar ánægð að fá Alondru til að leiða markaðsmálin. Við höfum trú á að reynsla Alondru og bakgrunnur muni hjálpa okkur að takast á við þau verkefni sem við okkur blasa og miklum vexti fylgja áskoranir. Þá hefur hún einnig ástríðu á málaflokknum,“ er haft eftir Guðmundi Sigurbergssyni, forstjóra International Carbon Registry.

„Ég er spennt að byrja og takast á við verkefnin sem framundan eru og með því hjálpa viðskiptavinum okkar að þróa verkefnin sín áfram. Þetta er alþjóðlegur markaður og alþjóðlegt vandamál sem við stöndum frammi fyrir og það verða allir að taka þátt og leggja sitt af mörkum,“ er haft eftir Alondru í tilkynningunni.

Verkefnum fjölgað

International Carbon Registry (ICR) rekur vottunarkerfi (e. GHG program) ásamt kolefnisskrá auk útgáfu og eignarskráningu kolefniseininga. ICR nýtir bálkakeðjutækni í lausn sinni og er leiðandi á heimsvísu í þróun á tæknilegum lausnum sem auka skilvirkni, gagnsæi og rekjanleika í skráningu loftlagsverkefna og viðskipta með kolefniseininga.

Á síðustu 12 mánuðum hefur verkefnum í skráningu hjá ICR fjölgaði úr 23 í 150 árið 2023 í um 30 löndum sem áætlað er að, yfir líftíma þeirra, geti gefið út um 700 milljón kolefniseiningar. Fyrirtækið er með samninga við 17 faggiltar vottunarstofur víðsvegar um heim, sem taka út verkefni og meta árangur á grundvelli krafna sem byggja á ISO kröfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK