Markmið frumvarps sé ekki samkeppni

Nefndin leggur til að skerpt verði á texta frumvarpsins svo …
Nefndin leggur til að skerpt verði á texta frumvarpsins svo engum geti dulist að Seðlabankinn sé ekki að fara í samkeppni við einkaaðila á markaði. mbl.is/Golli

Meirihluti viðskipta- og efnahagsnefndar tók ekki undir þá gagnrýni Samtaka fjármálafyrirtækja, sem ViðskiptaMogginn fjallaði um í desember, að boðaðar breytingar á lögum um Seðlabanka, sem miða að því að setja á stofn innlenda greiðslumiðlun, hafi í för með sér að bankinn geti hafið samkeppni við einkaaðila á markaði.

Nefndin fellst hins vegar á að texti frumvarpsins gæti verið skýrari svo enginn vafi leiki á því að Seðlabankanum sé ekki ætlað á grundvelli frumvarpsins að koma á fót greiðslumiðlun í samkeppni við einkaaðila á markaði heldur nýta núverandi innviði til að koma upp innlendum grunninnviðum og efla viðnámsþrótt í greiðslumiðlun.

Til að tryggja markmið frumvarpsins lagði nefndin til breytingar á orðalagi svo að heimildir Seðlabankans einskorðist við ráðstafanir sem varði innviði og rekstraröryggi greiðslumiðlunar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK