Norðmenn uggandi vegna dóms í máli Íslands

Dómur EFTA-dómstólsins í máli Íslands vegna breytilegra vaxta á húsnæðislánum …
Dómur EFTA-dómstólsins í máli Íslands vegna breytilegra vaxta á húsnæðislánum skekur norskar fjármálastofnanir og kveður Finans Norge þörf á endurskoðun án tafar. mbl.is

Sam­tök norskra fjár­mála­fyr­ir­tækja, Fin­ans Nor­ge, benda á að í kjöl­far ný­fall­ins dóms EFTA-dóm­stóls­ins – sem fjall­ar um mál­efni þeirra þriggja ríkja Fríversl­un­ar­banda­lags Evr­ópu sem einnig til­heyra Evr­ópska efna­hags­svæðinu, Íslands, Nor­egs og Liechten­stein – sé nauðsyn­legt að skoða og breyta vaxta­skil­mál­um hús­næðislána í Nor­egi án taf­ar.

Komst dóm­stóll­inn að þeirri niður­stöðu að skil­mál­ar lána með breyti­leg­um vöxt­um á Íslandi væru óskýr­ir – hinn al­menni lán­tak­andi skildi ekki þá út­reikn­inga sem vext­irn­ir byggðu á.

„EFTA-dóm­stóll­inn sit­ur á hús­næðislána­sprengju,“ skrifuðu þau Marte Eidsand Kjør­ven og Ve­bjørn Wold, tals­menn Réttar­fars­stofn­un­ar um einka­mál, Institutt for pri­vat­rett, í Nor­egi í grein á rétt­ar­vefn­um Rett24 í fyrra og fjölluðu þar um ís­lenska vaxta­málið sem var á leið til EFTA-dóm­stóls­ins og sner­ist um heim­ild bank­anna til að breyta vöxt­um hús­næðislána.

Skil­mál­ar fljótt á litið ógild­ir

Sækj­andi máls­ins fyr­ir dóm­stóln­um, Ingvi Hrafn Óskars­son, krafðist þess að bank­arn­ir héldu sig við skilj­an­lega og fyr­ir­sjá­an­lega aðferð við vaxta­breyt­ing­ar í stað óljósra til­vís­ana til vaxta á markaði al­mennt. Á þetta féllst EFTA-dóm­stóll­inn.

„Af­leiðing­ar dóms­ins eru fljótt á litið þær að skil­mál­ar til að hnika breyti­leg­um vöxt­um í norsk­um íbúðalána­samn­ing­um – einn grund­vall­ar­drif­kraft­ur norsks fjár­mála­kerf­is – eru ógild­ir séu samn­inga­lög­in túlkuð sam­kvæmt orðanna hljóðan. Þetta tákn­ar ekki aðeins að bank­arn­ir þurfi að taka upp nýja aðferð sem fel­ur í sér skýr­ari for­send­ur breyt­inga held­ur einnig að skil­mál­ar í þegar gerðum og fulln­ustuðum samn­ing­um eru ógild­ir,“ seg­ir Wold við Rett24.

Tals­menn Fin­ans Nor­ge kveðast þegar fyr­ir helgi hafa haf­ist handa við að kynna sér af­leiðing­ar dóms­ins auk þess sem þeir benda á að norska kerfið – hvað breyti­lega vexti snert­ir – feli ekki í sér ótak­markaðan breyti­leika vaxt­anna.

Kem­ur ekki á óvart

„Vaxta­breyt­ing­ar af bank­ans hálfu eru ákv­arðaðar í samn­ingn­um milli bank­ans og viðskipta­vin­ar­ins þar sem skil­yrði bank­ans um breyt­ing­arn­ar eru rakt­ar,“ seg­ir Tom Sta­avi, upp­lýs­inga­full­trúi Fin­ans Nor­ge, við Rett24 og bend­ir á að þeir stöðluðu samn­ings­skil­mál­ar sem nú gildi hafi í upp­hafi byggst á samn­ingi við þáver­andi umboðsmann neyt­enda, for­bru­kerombu­det eins og hann kallaðist.

Tel­ur Sta­avi að dóm­ur EFTA-dóm­stóls­ins kalli á skýr­ing­ar á nú­gild­andi vaxta­skil­mál­um og því hvaða kring­um­stæður geti leitt til vaxta­breyt­inga.

„Dóm­ur­inn kem­ur ekk­ert á óvart þar sem hann fylg­ir að mörgu leyti þeim ábend­ing­um sem þegar hafa komið fram frá ESA [Eft­ir­lits­stofn­un EFTA] og fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins. Þess vegna hef­ur Fin­ans Nor­ge þegar haf­ist handa við að skoða málið og fara yfir orðalag í stöðluðum lána­skil­mál­um norskra fjár­mála­stofn­ana,“ seg­ir Sta­avi að lok­um.

Rett24
Rett24-II (rætt við Wold)
Dagens Nær­ingsliv (maí 2023)

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK