Segir verðlagningu á markaði ágæta

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:10
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:10
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„Til lengri tíma mun verðlagn­ing­in skila sér þannig að það sem er ódýrt mun að lok­um ná réttu verði þegar markaðsaðstæður eru rétt­ar,“ seg­ir Valdi­mar Ármann, fjár­fest­inga­stjóri hjá A/​F rekstr­araðila, en hann var gest­ur í Dag­mál­um ásamt Snorra Jak­obs­syni, eig­anda Jak­obs­son Capital. Þeir fóru yfir stöðu og horf­ur á hluta­bréfa- og skulda­bréfa­markaðnum.

„Sprota- og vaxtar­fyr­ir­tæk­in hafa fangað at­hygli hjá fjár­fest­um en mestu tæki­fær­in liggja ekki endi­lega þar,“ bend­ir Snorri á.

Markaðsaðstæður hafa verið erfiðar að und­an­förnu en hluta­bréfa­vísi­tala Aðala­markaðar­ins hef­ur lækkað um 5,8% það sem af er ári.

Sal­an á Íslands­banka hang­ir yfir markaðnum

Valdi­mar seg­ir að margt spili þar inn í, meðal ann­ars hátt vaxta­stig og að út­gáf­ur á markaði hafi tekið pen­ing til sín.

„Fólk er að fá mjög góða ávöxt­un á banka­bók­um og stutt­um fyr­ir­tækja­víxl­um og fjár­fest­ar halda að sér hönd­um og bíða. Verðlagn­ing á markaði er ágæt í flest­um fyr­ir­tækj­um og lít­ur ekk­ert illa út heilt yfir. Al­votech hef­ur tekið pen­ing til sín í hluta­fjárút­boðum, líf­eyr­is­sjóðir hafa keypt Heimsta­den fyr­ir tugi millj­arða, Control­ant er að taka til sín pen­ing, Play í hluta­fjárút­boði, Ocul­is skráð á markað og svo lengi mætti telja,“ seg­ir Valdi­mar.

Hann bend­ir á að sal­an á Íslands­banka sé líka risa­stórt útboð sem hang­ir yfir markaðnum.

„Skila­boðin síðasta haust voru að það ætti að selja hann sem fyrst og klára það í haust en það hef­ur verið að frest­ast. Menn vita að þetta er að koma og þá að sjálf­sögðu hinkra menn,“ bæt­ir Valdi­mar við.

Áskrif­end­ur geta horft á viðtalið í heild sinni hér fyr­ir neðan. 

Valdimar Ármann og Snorri Jakobsson voru gestir í Dagmálum.
Valdi­mar Ármann og Snorri Jak­obs­son voru gest­ir í Dag­mál­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK