Skuldabréfin bjóði upp á áhugaverð tækifæri

Valdimar Ármann, fjárfestingastjóri A/F rekstraraðila, segir að skuldabréfamarkaðurinn hafi sveiflast með væntingum um hvenær vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist og bendir á að evrópski seðlabankinn sé að sigla á þann stað að hann geti farið að lækka vexti en staðan sé önnur hér á landi.

Valdimar var gestur í Dagmálum ásamt Snorra Jakobssyni, eiganda Jakobsson Capital.

Valdimar Ármann, fjárfestingastjóri A/F rekstraraðila.
Valdimar Ármann, fjárfestingastjóri A/F rekstraraðila.

„Hér heima erum við á öðrum slóðum og hagkerfið í flókinni stöðu. Það er eins og við séum með hægri fótinn í sjóðandi heitu vatni og vinstri fótinn í ísköldu vatni þannig að meðaltalið er eins. Seðlabankinn sér hagkerfið vera nokkuð sterkt. Það fer eftir því við hvern þú talar hvernig staðan er metin. Einhver segir að hér sé allt í kaldakoli og það eru gjaldþrot fram undan meðan annar segir að hér sé allt í fína lagi og peningamagn í umferð að aukast.“

Valdimar bætir við að skuldabréfamarkaðurinn sé að melta þessar tölur. Skuldabréfamarkaðurinn bjóði líka upp á áhugaverð tækifæri.

„Það er mikil útgáfa og mikil tækifæri á þessum markaði í dag,“ segir Valdimar.

Áskrifendur geta horft á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK