Íslandsbanki greiðir 570 milljónir í sekt

Fjármálaeftirlitið tilkynnti bankanum um annmarka á vörnum bankans eftir vettvangsathugun …
Fjármálaeftirlitið tilkynnti bankanum um annmarka á vörnum bankans eftir vettvangsathugun haustið 2022. Samsett mynd

Íslandsbanki hf. hefur þegið sáttarboð Fjármálaeftirlitsins vegna annmarka á vörnum bankans gegn peningaþvætti, sem uppgötvuðust árið 2022. Bankinn greiðir 570 milljónir króna í sekt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka hf.

Fjármálaeftirlitið tilkynnti bankanum um annmarka á vörnum bankans eftir vettvangsathugun haustið 2022. Varnir sem voru ábótavant sneru að aðgerðum bankans gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Brotin mörg og alvarleg

„Með sáttinni fellst bankinn á það mat fjármálaeftirlitsins að brotin hafi verið mörg og varðað marga grundvallarþætti í aðgerðum gegn peningaþvættisvörnum.

Þá teljist brotin alvarleg og nokkur brot ítrekuð frá fyrri athugun fjármálaeftirlitsins á fylgni bankans við lögin sem fór fram árið 2021. Jafnframt skuldbindur bankinn sig til þess að gera viðeigandi úrbætur,“ segir í tilkynningu bankans.

470 milljónir gjaldfærðar í ár

Bankinn hefur þegar gjaldfært 100 milljónir króna vegna málsins í ársuppgjöri 2023. Þær 470 milljónir sem eftir eru verða gjaldfærðar á öðrum ársfjórðungi 2024.

Íslandsbanki hefur þegar ráðist í umfangsmiklar úrbætur vegna málaflokksins, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK