Leggja niður starf Sigurðar hjá Kviku

Sigurður Viðarsson, aðstoðarfortjóri Kviku, hefur gert starfslokasamning við bankann.
Sigurður Viðarsson, aðstoðarfortjóri Kviku, hefur gert starfslokasamning við bankann. mbl.is/Hari

Kvika banki hef­ur gert starfs­loka­samn­ing við Sig­urð Viðars­son, aðstoðarfor­stjóra Kviku, vegna breyt­inga á starf­semi skrif­stofu for­stjóra í kjöl­far söl­unn­ar á TM. Staða aðstoðarfor­stjóra verður lögð niður og verk­efni fær­ast á aðra stjórn­end­ur í bank­an­um.

Þá hef­ur Magnús Þór Gylfa­son, for­stöðumaður sam­skipta og hagaðila­tengsla, einnig samið um starfs­lok sín hjá bank­an­um og staðan verður í kjöl­farið lögð niður.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Kviku. 

Varð for­stjóri TM árið 2007

„Sig­urður mun vera stjórn­end­um inn­an hand­ar til að tryggja ör­ugga sam­fellu í yf­ir­færslu verk­efna inn­an bank­ans og sitja í stjórn­um fé­laga inn­an sam­stæðu Kviku fram á haust,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Sig­urður hóf störf sem for­stjóri TM í októ­ber 2007 og var for­stjóri TM sam­fellt frá ár­inu 2007 þar til hann tók við sem aðstoðarfor­stjóri Kviku í lok árs 2022.

„Ég vil nota tæki­færið og þakka Sig­urði Viðars­syni kær­lega fyr­ir frá­bært sam­starf í gegn­um árin og fyr­ir hans mik­il­væga fram­lag fyr­ir bank­ann. Sig­urður hef­ur reynst öfl­ug­ur stjórn­andi og góður fé­lagi. Hann hef­ur á far­sæl­an hátt leitt krefj­andi breyt­ing­ar­ferli í kjöl­far samruna TM og Kviku og verið í for­ystu­hlut­verki í sölu­ferli á TM. Sig­urður hef­ur átt mjög far­sæl­an fer­il sem for­stjóri TM og síðar aðstoðarfor­stjóri Kviku,“ er haft eft­ir Ármanni Þor­valds­syni, for­stjóra Kviku, í til­kynn­ing­unni. 

Ármann þakk­ar Sig­urði fyr­ir ár­ang­urs­ríkt sam­starf og vel unn­in störf. 

Kveður Kviku með söknuði

„Þá verður einnig mik­il eft­ir­sjá af Magnúsi, sem mun þó áfram vera bank­an­um inn­an hand­ar í ráðgjaf­ar­hlut­verki. Ég óska hon­um alls hins besta í öðrum þeim verk­efn­um sem hann tek­ur sér fyr­ir hend­ur,” er haft eft­ir Ármanni. 

Haft er eft­ir Sig­urði Viðars­syni að hann kveðji Kviku og alla starfs­menn bank­ans með söknuði og þakk­læti, en þó með til­hlökk­un yfir því sem koma skal í framtíðinni.

„Síðustu 17 ár hafa verið ótrú­lega krefj­andi og skemmti­leg bæði hjá TM og Kviku. Ég skil afar sátt­ur við góða stöðu hjá Kviku og TM á þess­um tíma­mót­um. Fram und­an eru mik­il tæki­færi fyr­ir frek­ari vöxt og upp­bygg­ingu bank­ans í kjöl­far sölu á TM,“ er haft eft­ir Sig­urði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK