Hægir á efnahagslífinu – Greiðslubyrði lána þyngst

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Teikn eru á lofti um að það sé tekið að hægja á efnahagslífinu samhliða hækkun raunvaxta. Þyngri greiðslubyrði lána ásamt hægari vexti efnahagsumsvifa eykur líkur á greiðsluerfiðleikum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.

Til að viðhalda viðnámsþrótti bankanna hefur nefndin ákveðið að halda gildi  sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5%. Nefndin telur sterka eiginfjárstöðu mikilvæga við ríkjandi aðstæður.

Skuldahlutföll einkageirans lækkað

„Skuldahlutföll einkageirans hafa lækkað síðustu misseri og eru lág í sögulegu samhengi. Eiginfjárstaða heimila með fasteignalán hefur haldið áfram að styrkjast en greiðslubyrði lánþega hefur þyngst. Hækkun raunvaxta hefur þrengt að ráðstöfunartekjum heimila og rekstrarumhverfi fyrirtækja. Útlit er fyrir að þessara áhrifa gæti enn frekar á næstu misserum. Á móti vegur að eiginfjárstaða heimila og fyrirtækja í flestum atvinnugreinum er sterk,” segir í tilkynningunni.

Fjármálakerfið stendur traustum fótum 

Í tilkynningunni segir einnig að fjármálakerfið hérlendis standi á traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Lítið beri enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig.

„Vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum,” segir nefndin, sem bætir við að umsvif á fasteignamarkaði hafi aukist. Fólksfjölgun, tekjuvöxtur og afleiðingar eldsumbrota hafi ýtt undir eftirspurn. Að sama skapi sé töluverður vöxtur í útlánum til byggingarfyrirtækja og fasteignafélaga auk þess sem vinnuafl í byggingariðnaði hafi farið vaxandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK