Umhverfið breyst mikið

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK, segir að nýsköpunarumhverfið hafi breyst mikið frá því að hún hóf að starfa í geiranum fyrir 12 árum.

Ásta var gestur Dagmála sem sýnd eru á mbl.is.

Sem dæmi um hvernig umhverfið hefur breyst sé að þegar hún hóf störf í geiranum eftir nám í Bandaríkjunum þá voru tveir vísisjóðir en nú eru þeir sex.

Spurð hvort hún telji að nýsköpunarumhverfið á Íslandi standist erlendan samanburð segir hún að það geri það svo sannarlega, einkum fyrir fyrirtæki á fyrstu stigum.

„Aðgengi að fjármagni er gott og margir styrkir í boði. Við í KLAK styðjum einnig við sprota sem eru styttra á veg komnir og mögulega vantar meiri stuðning fyrir sprota sem hafa áhuga á að vera með starfsemi erlendis. Við erum ekki með hraðal hér á landi sem styður við slíka sprota en við höfum verið í samstarfi við stuðningsaðila á Norðurlöndum og TINC-hraðalinn í Silicon Valley en hann er ætlaður fyrirtækjum sem vilja komast á Bandaríkjamarkaðinn,“ segir Ásta.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK