Telur krónuna of hátt verðlagða

Robert Z. Aliber og Már Guðmundsson á fundinum á föstudag.
Robert Z. Aliber og Már Guðmundsson á fundinum á föstudag. mbl.is/Eyþór

Bandaríski hagfræðingurinn Robert Z. Aliber hóf erindi sitt á fundi Rannsóknastofnunar um lífeyrismál í gær [föstudag] á því að lýsa því yfir að íslenska krónan væri of hátt verðlögð.

„Mikilvægasta verðið í hverju landi er verðið á gjaldmiðili þess og niðurstaða vísindalegrar rannsóknar minnar, eftir að hafa dvalið hér í þrjá daga, er að íslenska krónan er of hátt verðlögð um 15%, kannski 20%,“ sagði Aliber og bætti við að hann teldi að krónan hefði verið of hátt verðlögð í langan tíma.

Þegar Aliber var síðar á fundinum spurður úr sal hvernig hann hefði komist að þessari niðurstöðu svaraði hann: „Ég fór í búðir!“

Frá fundinum sem haldinn var í Odda í Háskóla Íslands.
Frá fundinum sem haldinn var í Odda í Háskóla Íslands. mbl.is/Eyþór

Aliber, sem er 93 ára að aldri, er prófessor emeritus í alþjóðahagfræði hjá Háskólanum í Chicago og hefur oft komið til Íslands á undanförnum árum. Hann lýsti svipaðri skoðun árið 2007 og sagði þá m.a. eins og fleygt varð, að ekki þyrfti annað en telja byggingarkrana til að komast að þeirri niðurstöðu að hér ríkti ofþensla og að krónan væri of hátt verðlögð. Í maí árið eftir lýsti Aliber þeirri skoðun að litlar líkur væru á að íslensku bankarnir gætu komist hjá því að verða fyrir áhlaupi og hugsanlega væri það þegar hafið.

Aliber er þó ekki að spá nýju hruni hér á landi enda sagði hann á fundinum að Ísland væri ríkt land með opið hagkerfi. Hann sagðist hins vegar hafa áhyggjur af því að ef krónan væri of há til lengri tíma gætu ný fyrirtæki ekki orðið samkeppnishæf alþjóðlega ef þau byrja starfsemi í umhverfi þar sem laun eru of há í alþjóðlegum samanburði.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka