Vilja fá nýjar lausnir á markaðinn

Læknar segja að breytinga sé þörf á kostnaðarsömu sjúkraskrárkerfi sem …
Læknar segja að breytinga sé þörf á kostnaðarsömu sjúkraskrárkerfi sem eyði tíma þeirra á kostnað sjúklinga. Ljósmynd/Kristinn Ingason

Málefni íslenska heilbrigðiskerfisins hafa iðulega verið til umræðu bæði á vettvangi stjórnmála og almennings, m.a. vegna mikils kostnaðar, langra biðlista, álags á heilbrigðisstarfsfólk og svo mætti áfram telja.

Innan heilbrigðiskerfisins hafa tvö skyld mál fengið mestu umræðuna, annars vegar að núverandi sjúkraskrárkerfi og lausnir valdi sóun á tíma heilbrigðisstarfsfólks á kostnað sjúklinga og hins vegar tregðu heilbrigðisyfirvalda til að leyfa nýjum aðilum að bjóða fram lausnir sínar á heilbrigðistæknimarkaði á Íslandi.

Morgunblaðið greindi frá því í lok mars sl. að landlæknisembættið kysi fremur að eiga í viðskiptum við einn aðila á markaði í stað þess að fara í lögmælt útboð á þróun, uppsetningu, þjónustu og viðbótum við heilbrigðishugbúnaðarkerfi landsins. Þar er meðal annars átt við Heilsuveru, Heklu heilbrigðsnet og sjúkraskrárkerfið Sögu. Tregða landslæknisembættisins við að ráðast í útboð kemur að sögn viðmælanda ViðskiptaMoggans í veg fyrir að nýir aðilar á markaðinum geti tengst umræddum kerfum og samhliða því boðið fram nýjar lausnir.

Sóun í heilbrigðiskerfinu

Umrædd sjúkraskrárkerfi voru til umfjöllunar á málþingi um sóun í íslenska heilbrigðiskerfinu á Læknadögum í byrjun árs. Þar kom m.a. fram að þriðjungur af opinberum útgjöldum færi til heilbrigðismála, en gert er ráð fyrir að um 380 milljarðar króna fari í málaflokkinn á þessu ári, eða 8% af vergri þjóðarframleiðslu.

Theódór Sigurðsson, svæfinga- og gjörgæslulæknir og formaður sjúkrahúslækna, var einn þeirra sem stóðu að málþinginu. Hann segir í samtali við ViðskiptaMoggann, spurður nánar um fyrrnefnd sjúkraskrárkerfi, að furðu sæti að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk sitji upp með Sögu-sjúkraskrárkerfið sem hafi tekið litlum breytingum í 30 ár. Kerfið er í eigu Origo.

Spurður hvers vegna Sögu-kerfið geri störf lækna flóknari og erfiðari segir hann að það hafi í raun verið hannað fyrir einn anga heilbrigðiskerfisins sem sé heilsugæslan.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í gær.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK