Dekkjahöllin semur við Continental

Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Vekru.
Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Vekru. mbl.is/Eyþór

Continental hefur gert samning við Dekkjahöllina og Vekru um dreifingu á Continental-hjólbörðum á íslenskum markaði.

Í tilkynningu frá Vekru, móðurfélagi Dekkjahallarinnar og bílaumboðsins Öskju, kemur fram að Continental hafi verið með verulega markaðshlutdeild á evrópska hjólbarðamarkaðnum. Markaðshlutdeild í Noregi hafi verið sérlega sterk og aðstæður þar eru svipaðar og á Íslandi þegar kemur að bílategundum, rafvæðingu og loftslagi.

Atli Már Kolbeinsson hjá Dekkjahöllinni segist vera hæstánægður með nýja viðbót við vöruúrval fyrirtækisins.

„Continental er þekkt fyrir hágæðavörur og fyrsta flokks hjólbarða. Þessi viðbót mun auka umtalsvert við vöruúrval okkar og við erum viss um að þetta hjálpi okkur að uppfylla kröfur viðskiptavina okkar,“ segir segir Árni Már í tilkynningunni.

Dekkjahöllin starfar á Akureyri, í Reykjavík og á Egilsstöðum og mun á næstu mánuðum opna nýja stöð í Miðhrauni Garðabæ.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK