Selja sex milljóna króna sófa af ástæðu

Snákurinn sést hér til hægri á myndinni. Verslunin er rúmgóð …
Snákurinn sést hér til hægri á myndinni. Verslunin er rúmgóð og húsgögnin fá að njóta sín.

Vegfarandur á leið um Reykjanesbrautina hafa margir tekið eftir versluninni Vest á Dalvegi 30 í Kópavogi en skilti verslunarinnar blasir við þegar gatan er ekin í báðar áttir. Elísabet Helgadóttir eigandi og framkvæmdastjóri segist hafa viljað koma með eitthvað nýtt á húsgagnamarkaðinn.

Hún hvetur hvetur fólk til að safna fyrir vönduðum og eigulegum vörum.

„Það verður allt annar andi á heimilinu með vönduðum húsgögnum. Það tíðkaðist meira í gamla daga að eiga húsgögn jafnvel ævilangt. Tengingin við heimilið verður öðruvísi og þú býrð til minningar með fallega muni allt í kringum þig.“

Unnið í höndunum

Dæmi um slíkt húsgagn er DS 600-sófinn, betur þekktur sem „Snákurinn“.

Elísabet Helgadóttir eigandi og framkvæmdastjóri húsgagnaverslunarinnar Vest.
Elísabet Helgadóttir eigandi og framkvæmdastjóri húsgagnaverslunarinnar Vest.

„DS 600-sófinn er dæmi um hönnun sem auðvelt er að sérsníða inn í rýmið. Hann samanstendur af 25 cm löngum einingum sem púslast saman, bæði með baki og án baks. Sófinn er frá Desede-fyrirtækinu en þar er leðrið unnið í höndunum og passað upp á að það haldi sínum upprunalegu eiginleikum og gæðum sem allra best. Það er engu líkt að setjast í sófann því framleiðandinn hefur reiknað út þrýstipunkta og sófinn gefur eftir í réttum hlutföllum. Á bak við Snákinn er mikið handverk og nákvæmnisvinna sem er aftur ástæða verðmiðans, sem er auðveldlega 5-6 milljónir króna,“ útskýrir Elísabet og bætir við að sófinn sé algeng sjón í antikbúðum. Oftar en ekki sjáist nánast ekkert á leðrinu.

„Ef þú hugsar vel um hann þá endist hann í tugi ára,“ segir hún.

Lestu ítarlegt samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK