Enski boltinn yfir á Sýn

Enski boltinn fer yfir á Sýn frá Símanum.
Enski boltinn fer yfir á Sýn frá Símanum. AFP/Adrian Dennis

Útsendingarréttur á enska boltanum fer yfir til Sýnar frá Símanum á næsta ári. Þetta herma heimildir mbl.is.

Útboðið er á lokastigum og mun Sýn að líkindum tilkynna að sýningarrétturinn sé tryggður til þriggja ára á næsta sólarhring.

Útsendingarréttur hefur verið hjá Símanum frá árinu 2018 og í síðasta útboði árið 2021 greiddi fyrirtækið rúma þrjá milljarða króna fyrir sýningarréttinn eða rúman milljarð króna á ári. Gera má ráð fyrir því að verðið sé ekki lægra nú.

Sýn tekur til sín sýningarréttinn.
Sýn tekur til sín sýningarréttinn.

Útboðsferlið enn í gangi 

Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþróttadeildar Sýnar, vildi lítið tjá sig um það hvar málin stæðu þegar mbl.is hafði samband.

„Útboðsferlið er ennþá í gangi og við erum enn að bíða eftir því að það klárist svo við getum lokið þessu og tjáð okkur um niðurstöðuna,“ segir Eiríkur.

Ástæður þess að ekki er hægt að tilkynna strax um að sýningarrétturinn hafi farið yfir á Sýn má rekja til reglna frá ensku úrvalsdeildinni (Premier League) um að samráð verði haft um fréttatilkynningu þar sem tilkynnt er um niðurstöðuna. Gera má ráð fyrir tilkynningu frá Sýn á næstu dögum.

Ekki náðist í neinn hjá Símanum við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK