Genís sækir einn milljarð í aukið hlutafé

Róbert Guðfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður Genís.
Róbert Guðfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður Genís. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska líftæknifyrirtækið Genís hf. hefur tryggt sér fjármögnun upp á 1,1 milljarð til áframhaldandi þróunar á beinígræðum og lyfjum við bólgusjúkdómum.

Fyrirtækið hefur um tveggja áratuga skeið unnið að rannsóknum og þróun á lífvirkum kítínfásykrum til notkunar í fæðubótarefnum, lyfjum og við beinígræðslu.

Að hlutafjáraukningunni komu bæði núverandi hluthafar og nýir fjárfestar. Á aðalfundi félagsins þann 20. júní sl. tók Baldvin Björn Haraldsson sæti í stjórn.  Auk hans í stjórn sitja Róbert Guðfinnsson, formaður stjórnar, Gunnhildur Róbertsdóttir, Sigþór Sigmarsson og Tómas Már Sigurðsson,“ segir í tilkynningu frá Genís.

Þar segir einnig að fjármögnuninni sé fyrst og fremst ætlað að styðja við áframhaldandi klínískar rannsóknir og þróun lyfja og lækningatækja, einkum á sviði beinendurnýjunar þar sem byggt er á endurnýjunar-, beinvirkni-, og bakteríudrepandi eiginleikum kítínafleiða.

Félagið stendur styrkum fótum

Trú núverandi hluthafa og nýrra reynslumikilla fjárfesta í nýafstaðinni hlutafjáraukningu endurspeglar þann árangur sem Genís hefur náð að undanförnu. Félagið stendur styrkum fótum og krafturinn og metnaðurinn í okkar framúrskarandi starfsfólki gefur tilefni til mikillar bjartsýni,“ er haft eftir Róberti Guðfinnssyni, stofnanda og stjórnarformanns Genís, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK