Unnur í stjórn danska Fjármálaeftirlitsins

Unnur Gunnarsdóttir hefur hlotið skipun í Fjármálaeftirlit Danmerkur.
Unnur Gunnarsdóttir hefur hlotið skipun í Fjármálaeftirlit Danmerkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Danska viðskiptaráðuneytið hefur skipað Unni Gunnarsdóttur, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins og varaseðlabankastjóra Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, í stjórn danska Fjármálaeftirlitsins. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

Samtímis þessu hlýtur Nina Dietz Legind stjórnarformaður áframhaldandi skipun auk þriggja annarra stjórnarmanna.

Unnur er lögfræðingur að mennt. Auk framangreinds á hún að baki sjö ára starf hjá bankaeftirliti Seðlabanka Íslands auk fimm ára sem sérfræðingur í fjármálaþjónustu hjá EFTA-skrifstofunni í Brussel. Hún var framkvæmdastjóri Fjölgreiðslumiðlunar í tvö ár, skrifstofustjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í sjö ár og var settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í eitt ár.

Hlakka til að njóta reynslu Unnar

„Mér er það mikið gleðiefni að bjóða Unni velkomna í stjórn Fjármálaeftirlitsins,“ er haft eftir Legind stjórnarformanni í fréttatilkynningunni. „Við hlökkum til að njóta góðs af reynslu hennar og hæfni við störf stjórnarinnar.“

Unnur tekur við sæti Sveins Andresens sem látið hefur af stjórnarsetu að eigin ósk eftir sex ára tímabil og kveður Legind Andresen með þeim orðum að samstarfi við hann hafi fylgt ánægja og sé honum óskað alls velfarnaðar í framtíðinni.

Það er þeir Paul Brüniche-Olsen, Thomas Elholm og Carsten Holdum sem veljast til áframhaldandi stjórnarsetu ásamt formanninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK