Athugasemdir við áritun ársreikninga ríkisfyrirtækja

Ársreikningaskrá ríkisskattstjóra gerir ábendingar við ársreikningana.
Ársreikningaskrá ríkisskattstjóra gerir ábendingar við ársreikningana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ársreikningaskrá ríkisskattstjóra kemur fram ábendingum á ársreikninga Íslandspósts ohf. og Isavia ohf. um að ársreikningar félaganna séu áritaðir af ríkisendurskoðanda. 

Þetta kemur fram í ársreikningum opinberu hlutafélaganna fyrir síðasta ár. 

Ársreikningi Isavia var synjað af ársreikningaskrá vegna þess að Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi staðfesti ársreikningana en hann er stjórnmálafræðingur að mennt. Einungis löggiltir endurskoðendur mega árita ársreikninga samkvæmt lögum um endurskoðendur og endurskoðun. 

Guðmundur sagði í skriflegu svari við Morgunblaðið að hann að undirriti ársreikningana til staðfestingar á þeirri vinnu sem endurskoðendur stofnunarinnar hafi unnið. 

Stjórn félags löggiltra endurskoðenda sendi félagsmönnum sínum tölvupóst fyrir nokkrum vikum þar sem stjórnin sagði það ekki fást staðist að ríkisendurskoðandi áriti ársreikninga sem löggiltum endurskoðendum er falið að gera.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK