Fjögur fá styrki úr Heimsmarkmiðasjóði

Fulltrúar fyrirtækjanna fjögurra sem hlutu styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins.
Fulltrúar fyrirtækjanna fjögurra sem hlutu styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Utanríkisráðuneytið úthlutaði nýverið styrkjum til alls fjögurra íslenskra fyrirtækja úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins. Fyrirtækin sem hlutu styrk eru Hananja, VAXA Technologies, Íslenski sjávarklasinn og Kerecis.

Styrkjunum er ætlað til samstarfsverkefna í þróunarríkjum og þar með að hvetja til þróunarsamvinnu.

Hananja hyggst nýta styrkinn til áframhaldandi undirbúnings við stofnun lyfjaverksmiðju í Malaví. VAXA Technologies vinnur að verkefni við að búa til grunnstaðal fyrir notkun á næringarbættum matvælum fyrir skólabörn á aldrinum 6-12 ára í Tansaníu með íslensku Ultra Spirulina mix (IUS-mix).

Íslenski sjávarklasinn miðar að því að efla sjálfbærni og virði sjávarafurða á Kyrrahafseyjum og Kerecis er í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem snýr að því að bæta meðferð brunasára í Afganistan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK