Hagnaður HHÍ jókst á milli ára

Hagnaður Happdrættis Háskóla Íslands rennur að hluta til uppbyggingar og …
Hagnaður Happdrættis Háskóla Íslands rennur að hluta til uppbyggingar og viðhaldsfasteigna skólans. mbl.is

Happdrætti Háskóla Íslands hagnaðist um rúma tvo milljarða króna árið 2023, samanborið við tæplega 1,6 milljarða króna hagnað árið áður samkvæmt ársreikningi stofnunarinnar fyrir síðasta ár.

Hreinar happdrættistekjur stofnunarinnar námu tæpum 3,8 milljörðum á síðasta ári og hækkuðu um 144 milljónir á milli ára. Rekstarhagnaður nam 1,8 milljörðum króna og dróst lítillega saman á milli ára.

Ríkisháskólinn Háskóli Íslands tapaði á sama tíma 645 milljónum króna á síðasta ári en til samanburðar nam hagnaður skólans 283 milljónum króna árið áður samkvæmt ársreikningi skólans.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK