Oddur nýr framkvæmdastjóri Eldum rétt

Oddur Örnólfsson verðandi framkvæmdastjóri Eldum rétt.
Oddur Örnólfsson verðandi framkvæmdastjóri Eldum rétt.

Oddur Örnólfsson mun taka við stöðu framkvæmdastjóra Eldum rétt frá og með 1.júlí.

Oddur sem starfað hefur hjá fyrirtækinu frá árinu 2015, tekur við keflinu af Val Hermannssyni, en Valur er einn af stofnendum fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu Eldum rétt.

Oddur hefur starfað hjá fyrirtækinu nánast frá upphafi og hefur yfir þann tíma tekið að sér mörg hlutverk. Síðustu ár hefur hann starfað sem framleiðslustjóri Eldum rétt.

„Ég hlakka til að takast á við hlutverkið sem er að halda áfram að styrkja og stækka Eldum rétt með öllu því frábæra fólki sem þar starfar. Það eru spennandi tímar fram undan,“ er haft eftir Oddi í tilkynningunni.

Oddur Örnólfsson verðandi framkvæmdastjóri Eldum rétt, ásamt Val Hermannssyni, fráfarandi …
Oddur Örnólfsson verðandi framkvæmdastjóri Eldum rétt, ásamt Val Hermannssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Valur Hermannsson hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá stofnun fyrirtækisins og er einnig haft eftir honum í tilkynningunni.

„Ég er afar stoltur af þessum tíma með Eldum rétt og öllu því sem við höfum áorkað, enda hefur fyrirtækið vaxið mikið á þessum tíu árum, úr nokkrum máltíðum á viku yfir í tugi þúsunda ánægðra viðskiptavina. Ég kveð þetta ævintýralega skeið og skil fyrirtækið eftir í góðum höndum hjá starfsfólki sem þekkir Eldum rétt afar vel.“

Hagar hf. festu kaup á Eldum rétt árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK