Þreifingar um framtíðareignarhald

Magnús Már Þórðarson, framkvæmdastjóri Tern Systems, segir að mikill meðbyr …
Magnús Már Þórðarson, framkvæmdastjóri Tern Systems, segir að mikill meðbyr sé með fyrirtækinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hugbúnaðarfyrirtækið Tern Systems, sem hefur í næstum 30 ár þróað hugbúnaðarlausnir fyrir stjórn flugumferðar á Íslandi og selt í Evrópu, Asíu og Afríku, stendur á ákveðnum tímamótum. Óformlegar þreifingar eru hafnar um framtíðareignarhald félagsins sem nú í ríkiseigu í gegnum Isavia ANS.

Magnús Már Þórðarson framkvæmdastjóri segir í samtali við ViðskiptaMoggann að fyrirtækið hafi átt mjög farsælt samstarf við Isavia í gegnum tíðina og hefur það lagt grunninn að því fyrirtæki sem Tern er í dag.

„Það hefur jafnframt haft mikil áhrif á okkur að Isavia er bæði eigandi og aðalviðskiptavinurinn. Manni er fyrir vikið þröngur stakkur sniðinn ef skala ætti fyrirtækið upp og auka tekjur og umsvif,” útskýrir Magnús.

Samtal í gangi

Hann segir að samtal hafi átt sér stað bæði innan stjórnar Tern Systems og Isavia um að skoða þyrfti eignarhaldið alvarlega.

„En auðvitað eru miklir hagsmunir í húfi og þessi geiri er mjög íhaldssamur. Það þurfa allir hlutaðeigendur að vera samstiga í svona breytingum og vanda mjög til verka.”

Magnús ítrekar að hann sjálfur ráði litlu um þessa þróun. „Auðvitað er ég með í umræðunni og reyni að hafa áhrif á hana. En endanleg ákvörðun er tekin af öðrum aðilum en mér.“

Lestu ítarlegt samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK