Aðstoðarforstjóra Ölgerðarinnar sagt upp

Gunnar B. Sigurgeirsson hefur starfað hjá Ölgerðinni síðan 2008.
Gunnar B. Sigurgeirsson hefur starfað hjá Ölgerðinni síðan 2008. mbl.is/Arnþór Birkisson

Aðstoðarforstjóra Ölgerðarinnar, Gunnari B. Sigurgeirssyni, hefur verið sagt upp og hefur félagið lagt niður stöðu aðstoðarforstjóra.

Þetta kemur fram í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallarinnar í dag en breytingarnar taka nú þegar gildi.

Þakkað fyrir óeigingjarnt starf

„Gunnar hefur starfað hjá Ölgerðinni síðan 2008 og komið að þróun og uppbyggingu á flestum vörumerkjum Ölgerðarinnar. Ég þakka honum fyrir óeigingjarnt starf í gegnum árin og óska honum velfarnaðar í framtíðinni,“ er haft eftir forstjóra Ölgerðarinnar, Andra Þór Guðmundssyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK