Ófyrirséð innherjasvik á markaði

Andri segir innherja skráðra félaga á markaði hérlendis geta framið …
Andri segir innherja skráðra félaga á markaði hérlendis geta framið innherjasvik þrátt fyrir að innherjaupplýsingar hafi verið gerðar opinberar. Ljósmynd/Aðsend

Innherjar skráðra félaga á markaði hérlendis geta framið innherjasvik þrátt fyrir að innherjaupplýsingar hafi verið gerðar opinberar segir Andri Fannar Bergþórsson, lögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið.

Nefnir hann framkvæmdastjóra hjá skráðu félagi sem dæmi sem kaupir hlutabréf í félaginu um leið og innherjaupplýsingar sem hann býr yfir eru gerðar opinberar. Verið geti að hann hafi framið innherjasvik ef í ljós kemur að hann hafi undirbúið viðskiptin á meðan hann bjó yfir innherjaupplýsingum en framkvæmt sjálf viðskiptin eftir birtingu upplýsinganna á markað.

Hann segir það hafa virst augljóst í fyrstu að innherjasvik gætu ekki verið framin með opinberum upplýsingum en svo hafi annað komið á daginn.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK