Nox Medical hagnaðist um tæpar 864 milljónir

Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Nox Medical.
Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Nox Medical.

Hagnaður nýsköpunarfyrirtækisins Nox Medical nam rúmlega 5.8 milljónum evra árið 2023, eða um 864 milljónum króna. Heildartekjur félagsins voru um 33.9 milljónir evra og jukust um 7,3% milli ára. Eignir félagsins námu samkvæmt efnahagsreikningi 40,2 milljónum evra og jukust um 18% milli ára.

Þetta má sjá í ársreikningi félagsins. 

Þar kemur einnig fram að rekstrargjöld hafi numið 15.2 milljónum evra. Þar af var kostnaður vegna þróunar og rannsókna um 40%, en félagið ber engar langtímaskuldir við lánastofnanir.

Félagið er leiðandi í þróun lækningartækja sem notuð eru til greininga á svefnröskunum, en í ársreikningnum kemur fram að umtalsverður vöxtur hafi verið hjá félaginu síðastliðið ár. Hann megi rekja til aukinnar eftirspurnar á vörum þess á öllum mörkuðum og að vöxturinn hafi meðal annars verið knúinn áfram af vöruþróun og aukinni markaðshlutdeild.

Í ársreikningnum kemur einnig fram að rekja megi helstu áhættuþætti rekstursins til stríðins í Úkraínu, sem hafi haft áhrif til hækkunar á verði á nauðsynlegum aðföngum. Auk þess hafi síðasta ár einkenndist af töluverðum skorti á örgjörvum og öðrum íhlutum í rafeindatæki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK