Vextir lækka á óverðtryggðum reikningum

Vextir á óverðtryggðum innlánareikningum hafa lækkað hjá Íslandsbanka, Arion banka, …
Vextir á óverðtryggðum innlánareikningum hafa lækkað hjá Íslandsbanka, Arion banka, Landsbanka og Kviku banka. Samsett mynd

Breytingar tóku á dögunum gildi á vöxtum óverðtryggðra innlánareikninga hjá viðskiptabönkunum þremur og Auði, dótturfélagi Kviku banka. Vextirnir lækka um 0,10 prósentustig.

Tilkynnt var um breytingarnar í apríl en breytingar á vöxtum óverðtryggðra reikninga sem falla undir lög um greiðsluþjónustu taka gildi tveimur mánuðum eftir að tilkynnt hefur verið um vaxtabreytinguna.

Lækka allir um 0,10 stig

Þann 19. júní lækkuðu vextir á óverðtryggðum innlánsreikningum um allt að 0,10 prósentustig. Tilkynnt var um þetta 19. apríl.

Þann 24. júní lækkuðu vextir óverðtryggðra sparireikninga hjá Arion banka einnig 0,10 prósentustig. Tilkynnt var um þetta þann 24. apríl.

Aukinheldur lækkuðu vextir á óverðtryggðum innlánareikningum hjá Landsbankanum um 0,10 prósentustig í dag. Tilkynnt var um þetta 20. apríl.

Auður lækkaði einnig vexti í dag á óverðtryggðum innlánareikningum um 0,10 prósentustig í dag og eru vextir þar í dag um 8,65%. Tilkynnt var um þetta í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK