Samkomulag um nýja lánsfjármögnun

Eldur Ólafsson skoðar sýni í gullnámu Amaroq í Nalunaq á …
Eldur Ólafsson skoðar sýni í gullnámu Amaroq í Nalunaq á Grænlandi. mbl.is/Stefán Einar

Námufyrirtækið Amar­oq Miner­als hefur gengið frá samningi um helstu skilmála lánsfjármögnunar að andvirði 35 milljóna bandaríkjadala við Landsbankann, sem kemur í stað núverandi óádreginnar framkvæmdafjármögnunar félagsins að andvirði 18,5 milljóna bandaríkjadala.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Amar­oq Miner­als. Þar segir að hin nýja fjármögnun, sem er háð endanlegri skjalagerð, skiptist upp í þrjár lánalínur og eykur verulega við fyrri lánsheimildir auk þess að lengja í lokagjalddaga.

„Við erum gríðarlega ánægð með að hafa gengið frá helstu skilmálum að nýrri lánsfjármögnun við Landsbankann, sem mun auka aðgengi okkar að lánsfé og lengja í núverandi óádregnum lánalínum.

Þessi fjármögnun mun einfalda lánaskipan félagsins í einn samning á hagstæðari kjörum ásamt því að styrkja lausafjárstöðu félagsins á sama tíma og við hefjum framleiðslu á gulli úr Nalunaq í haust, sem veitir okkur fjárhagslegt svigrúm til áframhaldandi vaxtar,“ er haft eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra Amar­oq Miner­als, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK