Vinsældir Hoka þrengja að Nike

Nike hefur sagt upp 1.700 manns.
Nike hefur sagt upp 1.700 manns. AFP/Getty Images/Mario Tama

Íþróttavörurisinn Nike sagði nýverið upp 740 manns eftir að hafa lækkað afkomuspá næsta árs, en félagið sér nú fram á um 10% samdátt í sölu vegna sífellt harðnandi samkeppni frá nýjum keppinautum á borð við Hoka og ON.

Öfugt við gengi Nike hefur sala á Hoka skóm rokið upp úr öllu valdi á undanförnum árum og hefur hún aukist um 1,4 milljarði dala á rúmum áratug. 

Gengi bréfa í Nike lækkaði um 12% í síðustu viku, en hluthafar kenna margir fábreytni í vöruþróun og lélegri markaðsetningu um dræmt gengi. 

Hoka skór eru aðallega hugsaðir fyrir útihlaup og fjallgöngur en …
Hoka skór eru aðallega hugsaðir fyrir útihlaup og fjallgöngur en eru orðnir að sannkölluðu tísku fyrirbæri. Ljósmynd/Sportis.is

Í frétt BBC er haft eftir greinandanum Neil Saunders að Nike hafi einfaldlega lagt áherslu á alla röngu hlutina. Sala hafi því minnkað og fyrirtækið misst af ýmsum tískubylgjum.

John Donahoe forstjóri Nike segist þó bjartsýnn á að með breyttri nálgun geti fyrirtækið haslað sér völl í íþróttaheiminum á ný, en Nike er stærsti styrktaraðili keppenda á evrópumótinu í fótbolta og Ólympíuleikiunum sem fara fram í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK