Brimborg og Defend Iceland semja

Egill Jóhannesson, forstjóri Brimborgar, og Theódór Ragnar Gíslason, stofnandi Defend …
Egill Jóhannesson, forstjóri Brimborgar, og Theódór Ragnar Gíslason, stofnandi Defend Iceland. Ljósmynd/Aðsend

Bílaumboðið Brimborg hefur samið við netöryggisfyrirtækið Defend Iceland um aðgang að villuveiðigátt fyrirtækisins til að styrkja meðal annars enn frekar varnir félagsins gegn netárásum.

Þetta segir í tilkynningu frá Defend Iceland.

Með samningnum munu öryggissérfræðingar Defend Iceland nýta forvirkar öryggisaðgerðir til að leita að öryggisveikleikum, með því að herma aðferðir netárásarhópa og tölvuþrjóta, og tryggja þannig að hægt sé að laga veikleikana áður en þeir verða notaðir til netinnbrota.

Starfsfólk Brimborgar þekkir af eigin raun afleiðingar netárásar sem gerð var á félagið í ágúst 2023. Öflugt viðbragð við netárásinni með aðstoð færustu sérfræðinga og traust öryggisafrit gagna gerði það að endurreisn tók þó aðeins 48 tíma, segir í tilkynningunni. 

Fjölbreytt fyrirtæki efli villuveiðigáttina 

„Forvirkar öryggisráðstafanir hafa aldrei verið mikilvægari en það er ekki síður mikilvægt að æðstu stjórnendur hafi yfirsýn yfir netöryggismál og þar spila gögn og skýr framsetning þeirra miklu máli. Samstarfið við Defend Iceland er mikilvæg forvörn í netöryggi,“ er haft eftir Agli Jóhannssyni, forstjóra Brimborgar, í tilkynningunni.

Theódór Ragnar Gíslason, stofnandi Defend Iceland, segir það mikilvægt fyrir fyrirtækið að hafa fjölbreytt fyrirtæki í villuveiðigáttinni og fagna því að fá Brimborg í hóp viðskiptavina sinna.

„Með félagi eins og Brimborg, sem starfar á bifreiða-, tækja- og bílaleigumarkaði, opnast nýir netárásarfletir þar sem öryggissérfræðingar okkar geta byggt upp þekkingu og deilt henni með samfélaginu,“ er haft eftir honum í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK