Erna Hrund verður sölustjóri Collab á Norðurlöndum

Erna Hrund Hermannsdóttir, nýr sölustjóri Collab á Norðurlöndunum.
Erna Hrund Hermannsdóttir, nýr sölustjóri Collab á Norðurlöndunum. Ljósmynd/Aðsend

Erna Hrund Hermannsdóttir hefur verið ráðin verkefnastýra útflutnings á virknidrykknum Collab og verður jafnframt sölustjóri Collab á Norðurlöndunum. Kemur þetta fram í tilkynningu Ölgerðarinnar.

Segir þar að Erna hafi starfað fyrir Ölgerðina frá árinu 2010 og sinnt starfi vörumerkjastjóra frá árinu 2016, þar af síðustu fjögur ár hjá Danól, dótturfélagi fyrirtækisins.

„Hún býr að viðamikilli reynslu af vörumerkjauppbyggingu á ólíkum mörkuðum og hefur í gegnum störf sín öðlast mikla þekkingu á mörkuðum Norðurlanda,” segir í tilkynningunni.

Sala á Collab er hafin í Danmörku og Finnlandi og segir í tilkynningu Ölgerðarinnar að móttökur hafi verið jákvæðar.

„Ég tek við þessu verkefni með mikilli ánægju og ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem bíða mín. Collab hefur fengið góðar undirtektir á þeim mörkuðum sem drykkurinn hefur verið kynntur og þau tengsl sem ég hef myndað á Norðurlöndunum munu koma sér vel í þeirri spennandi vegferð sem bíður,“ er haft eftir Ernu Hrund. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK