Tvær milljónir farþega á fyrri helmingi ársins

Þotur Icelandair.
Þotur Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Það sem af er ári hefur Icelandair flutt tvær milljónir farþega, 7% fleiri en á sama tímabili í fyrra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en þar segir að Icelandair hafi flutti 514 þúsund farþega í júní, 1% færri en í júní í fyrra. Þar af voru 31% á leið til Íslands, 15% frá Íslandi, 49% voru tengifarþegar og 4% ferðuðust innanlands. Sætanýting var 83% og stundvísi var 85,2%, 14,5 prósentustigum meiri en í fyrra.

Eftirspurn eftir ferðum til landsins minnkað

„Farþegafjöldi okkar í júní var svipaður og í fyrra en eftirspurn eftir ferðum til landsins hefur minnkað, samanborið við síðasta ár. Nú sem fyrr höfum við nýtt sveigjanleikann í leiðakerfinu og lagt aukna áherslu á tengifarþega, en um helmingur farþega okkar í júní eru tengifarþegar á leiðinni á milli Evrópu og Norður-Ameríku,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair.

Fram kemur í tilkynningunni að eftirtektarverð breyting hafi orðið í skiptinu á milli markaða en tengifarþegum fjölgaði um 15% í júní á meðan farþegum til landsins hefur fækkað á milli ára.

„Þetta sýnir sveigjanleika leiðakerfisins sem gerir félaginu kleift að auka áhersluna á aðra markaði þegar breytingar verða í eftirspurn. Nú, þegar minni eftirspurn er eftir ferðum til Íslands, hefur félagið fjölgað tengifarþegum umtalsvert,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK