Hagnaður Olifa dregst saman

Ása Regins og Emil Hallfreðsson eigendur Olifa.
Ása Regins og Emil Hallfreðsson eigendur Olifa. Samsett mynd

Matvælafyrirtækið Olifa hf. skilaði 11,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, samanborið við 20.9 milljónir árið áður og dróst hann því saman um tæp 44% milli ára.

Olifa er í eigu hjónanna Ásu Maríu Reginsdóttur og Emils Hallfreðssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í knattspyrnu.

Félagið sérhæfir sig í ítalskri matargerðarlist, og flytur meðal annars inn ólífuolíu, ásamt því að reka veitingastað undir sama nafni.

Félagið félagið seldi vörur fyrir um 300 milljónir í fyrra. Rekstrar kostnaður nam þó um 280 milljónum króna á sama tímabili. 

Í ársreikningnum kemur einnig fram að eignir félagsins hafi verið rúmar 256 milljónir og jukust um tæp 53% milli ára. Eigið fé nam 146 milljónum en skuldir námu aftur á móti um 110 milljónum.

Stjórn félagsins hyggst ekki greiða út arð í ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK