Sparisjóðirnir einfalda ferla

Frá vinstri, Guðmundur Tómas Axelsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða og …
Frá vinstri, Guðmundur Tómas Axelsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða og Valur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Taktikal. Ljósmynd/Aðsend

Sparisjóðirnir hafa valið SmartFlow-lausn frá Taktikal til að einfalda og umbreyta verkferlum hjá sér.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sparisjóða.

Þar segir að með SmartFlows frá Taktikal geti Sparisjóðirnir sett upp og hannað stafræna ferla sem komi í stað eldri umsókna og eyðublaða. Þetta sé bylting frá því sem áður var þegar þurfti að stofna til flókinna hugbúnaðarverkefna og leita aðstoðar tæknimanna við uppsetningu og viðhaldi á slíku, en slíkt geti verið dýrt og tímafrekt.

Umsóknarferlar Sparisjóðanna verði rafrænir

Í tilkynningunni segir að þetta þýði að allir umsóknarferlar Sparisjóðanna verði rafrænir, allt frá umsókn um debetkort yfir í opnun reikningsviðskipta fyrir nýja viðskiptavini. Slíkt sé þáttur í því að tryggja og einfalda aðgengi að mikilvægri þjónustu.

„Við erum á vegferð við að stafvæða öll ferli hjá okkur til þess að bæta þjónustu við okkar viðskiptavini og einfalda innri ferla. Taktikal styður vel við þessa vegferð því lausnin þeirra er notendavæn jafnt fyrir viðskiptavini sem og starfsfólk,” er haft eftir Guðmundi Tómasi Axelssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sparisjóða, í tilkynningunni.

„Taktikal er í miklum vexti og nýjasta varan okkar er SmartFlow. Með henni fá viðskiptavinir öflugt verkferlatól til að einfalda umsóknar- og samningsferla. Með innbyggðu sniðmátunum okkar geta notendur sett upp verkferla á nokkrum mínútum. Við erum í skýjunum með að Sparisjóðirnir hafi valið Taktikal til að styðja við sína viðskiptavini og við hlökkum til samstarfsins,” er haft eftir Vali Þór Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Taktikal, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK