BlackRock nær nýjum hæðum

Hlutabréfaverð í BlackRock hækkaði um 1,2% í lok þessa ársfjórðungs, …
Hlutabréfaverð í BlackRock hækkaði um 1,2% í lok þessa ársfjórðungs, en hefur hækkað um tæp 14% í ár. AFP

Eignir í stýringu hjá fjárfestingarsamsteypunni BlackRock náðu nýjum hæðum nú við lok annars ársfjórðungs í gær, en voru þær metnar rúmlega tíu þúsund milljarða virði í bandaríkjadölum talið. Hagnaður fyrirtækisins jókst einnig um 9% á tímabilinu. 

Frá þessu er greint í frétt Reuters um málið, en hlutabréfaverð í félaginu hækkaði um 1,2% í kjölfar kauphallartilkynningar frá félaginu.

Aukin bjartsýni

Mikil sigling hefur verið á bandarískum hlutabréfamarkaði að undanförnu, en aukinnar bjartsýni gætir meðal fjárfesta um mjúka lendingu fyrir bandarískt hagkerfi. Af þeim sökum hafa eignir í umsjón félagsins hækkað mjög í verði, en þær námu 1,290 billjónum dollara á sama tíma í fyrra. 

Fyrirtækið sækir stærstan hluta tekna sinna til þóknana af stjórnun og þjónustu eigna, en umsýsluþóknun félagsins hækkaði um 8,6%, í 3,72 milljarða dala, milli ára.

Hreinar tekjur jukust í 1,50 milljarða dala, eða 9,99 dali á hlut, úr 1,37 milljörðum dala, eða 9,06 dölum á hlut, ári áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK