Meðaltekjur einstaklinga 9,2 milljónir

Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru rúmar 9,2 milljónir króna að …
Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru rúmar 9,2 milljónir króna að meðaltali árið 2023. Ljósmynd/Aðsend

Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru rúmar 9,2 milljónir króna að meðaltali árið 2023, eða um 770 þúsund krónur á mánuði. Það er rúm 10% hækkun frá fyrra ári. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands en þar segir að sé horft til verðlagsleiðréttingar sé raunhækkunin um 1,3%.

Miðgildi heildartekna var um 7,6 milljónir króna á ári, sem samsvarar því að helmingur einstaklinga var með heildartekjur yfir 636 þúsund krónum á mánuði. Hækkun miðgildis heildartekna var 11,3%, en sé horft til verðlagsleiðréttingar var hækkunin 2,4%.

Meðaltal atvinnutekna var um 6,4 milljónir, meðaltal fjármagnstekna rétt tæpar 1,0 milljón króna og meðaltal annarra tekna um 1,9 milljónir. Heildartekjur eru samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna.

Heildartekjur voru hæstar hjá 50 til 54 ára

Við samanburð á meðaltekjum eftir aldurshópum sést að heildartekjur ársins 2023 voru lægstar í aldurshópnum 16 til 19 ára eða um 180 þúsund krónur á mánuði. Rétt er að benda á að hér er um að ræða einstaklingstekjur og margir í þessum aldursflokki eru í námi. Heildartekjur voru hæstar fyrir aldurshópinn 50 til 54 ára eða að jafnaði 1.019 þúsund krónur á mánuði. Meðalheildartekjur 67 ára og eldri voru 715 þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK